Davidson í úrslit A10 deildarinnar

11.mar.2018  08:13 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Mæta meisturum Rhode Island í dag -JAxel heldur áfram að heilla

 

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Davidson háskólanum gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sig í úrslitaleik A10 háskóladeildarinnar í gærkvöldi með sigri gegn St Bonaventure 82:70.  Jón Axel átti prýðis leik og skoraði 9 stig, tók 6 fráköst og sendi 8 stoðsendingar.  Payton Aldridge var stigahæstur að sem endranær með 24 stig.  Sigurinn var ákveðið "upset" þar sem að búist var við fyrirfram að St. Bonaventure væru líklegri til sigurs. 

 

Davidson mæta svo meisturum síðasta árs í D10 deildinni, Rhode Island í dag kl 13 á staðartíma eða um kl 5 hér heimafyrir. Davidson hafa spilað tvisvar við Rhode Island í vetur og unnið einn leik og töpuðu  hinum. 

 

Mynd: A10/Facebook    Jón Axel í leiknum í gærkvöldi.