1. deild kvenna:

Þór vann 25 stiga sigur gegn Fjölni

10.mar.2018  20:06 davideldur@karfan.is

Þór 83 – Fjölnir 58

 

18-21 / 25-15 / 19-12 / 21-10

 

Þór og Fjölnir mættust öðru sinni í dag en liðin mættust einnig í gærkvöld og voru þetta tveir af síðustu leikjum liðanna í deildarkeppninni. Úrslit leikjanna hafði engin áhrif á stöðu liðanna í deildinni þar sem Fjölnir var búið að tryggja sér annað sætið og þriðja sætið var Þórs.

 

Byrjun á leik dagsins í dag var svipuð og í gær þ.e.a.s. gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og stemningin hjá þeim var að láta leikinn frá í gær ekki endurtaka sig. En annað átti eftir að koma á daginn því eftir því sem á leikinn leið tóku heimakonur leikinn í sýnar hendur og unnu 25 stiga sigur 83-58 en staðan í hálfleik var 43-36 Þór í vil.

 

Eins og áður segir hófu gestirnir leikinn af krafti og höfðu yfir að fyrsta fjórðungi loknum með 3 stigum 18-21. Leikurinn var í ágætu jafnvægi þótt gestirnir væru fetinu  á undan Þór og þær hittu vel fyrir utan.

 

 

Annar leikhlutinn fór rólega af stað og gestirnir leiddu fyrstu tvær mínúturnar en þá jafnaði Þór leikinn 23-23 og breyttu svo stöðunni í 27-25. Þórsarar endurheimtu sjálfstraustið smán saman og á skömmum tíma breyttist leikurinn hratt og forskot Þórs orðið 11 stig og svo virtist sem Þór ætlaði að sigla fram úr. En rétt eins og í fyrri leiknum þá gerðust Þórsstúlkur værukærar og það nýttu gestirnir sér og þegar þrár mínútu lifðu leikhlutans var munurinn komin niður í þrjú stig 51-48. Þórsarar vöknuðu upp af værum blundi og tóku til sinna ráða og skoruðu 11-0 og þegar fjórði leikhlutinn hófst leiddi Þór með 14 stigum 62-48. Magnaður kafli hjá Þór og gestirnir virtust búnir að gefast upp, sem átti eftir að koma á daginn.

 

 

Þórsstúlkum héldu engin bönd í fjórða leikhluta og áttu gestirnir engin svör við leik Þórs. Á lokasprettinum gaf Helgi Rúnar þeim Unni Láru og Rut Konráðs góða hvíld en fram að þessu höfðu þær verið algerlega frábærar en þá tóku aðrir leikmenn við keflinu og gerðu það vel. Magdalena var drjúg  og Heiða Hlín sem hafði látið fara heldur lítið fyrir sér fara tók til sinna ráða eins og sannur fyrirliði. Þór vann leikhlutann 21-10 og öruggur 25 stiga sigur í höfn 83-58.

 

 

Þótt Þór hafi leikið án þriggja mjög sterkra leikmanna þar sem þær Helga Rut, Erna Rún og Hrefna voru fjarri góðu kom það ekki að sök að þessu sinni.

 

 

Í liði Þórs var Unnur Lára atkvæðamest en hún skoraði 20 stig tók 14 fráköst og var með 4 stoðsendingar. Rut Herner var með 18 stig og 6 fráköst, Magdalena var með 16 stig 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Heiða Hlín var með 10 stig og 7 stoðsendingar Sædís 8 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá voru þær Karen Lind, Gréta Rún og Særós með 3 stig hver og Kristín Halla 2 stig.

 

 

Hjá Fjölni var Margrét Ósk með 17 stig og 4 stoðsendingar, Berglind Karen 16 stig 7 fráköst og 4 stoðsendingar, Birta Margrét 9 stig og 4 stoðsendingar, Guðrún Edda og Svala 5 stig hvor, Rakel Linda 3, Erla Sif 2 og Snæfríður Birta 1.

 

 

Staðan í deildinni þegar einn leikur er eftir þ.e. leikur Grindavíkur og Ármanns er eftir farandi.

 

 

KR er á toppnum með 48 stig liðið vann alla 24 leikina, Fjölnir er í 2. sæti með 34 stig þ.e. 17 sigrar og tapleikirnir eru 7. Þór í 3. sætinu með 32 stig 16 sigra og 8 tapleiki. Grindavík kemur svo í fjórða sætinu og er með 20 stig en á einn leik eftir.

 

 

Þessi lið fara svo í 4 liða úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild. Þar mætast KR og Grindavík annars vegar og hins vegar Fjölnir og Þór. Leikirnir í undanúrslitum fara fram 17. – 29. mars.

 

 

Hér að neðan er svo viðtöl sem tekin voru við Helga Rúnar og Magdalenu í leikslok í dag.

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh

 

Tölfræði leiks 

Staðan í deildinni 

Myndir úr leiknum

 

Viðtöl: