Dominos deild kvenna:

Haukastúlkur hirtu sóknarfráköstin og stigin tvö á heimavelli

10.mar.2018  23:42 davideldur@karfan.is

Haukar 85 - 73 Snæfell

 

Haukar sigruðu Snæfell fyrr í dag í 24. umferð Dominos deildar kvenna. Sigurleikurinn sá þrettándi í röð fyrir liðið, sem er sem er í efsta sæti deildarinnar á meðan að Snæfell er í því sjöunda.

 

 

Dýrfinna Arnardóttir fékk slæmt höfuðhögg í leiknum gegn Keflavík og lék ekki með í dag sem og landsliðskonan Berglind Gunnarsdóttir sem á við axlarmeiðsli að stríða hjá Snæfell. Óvíst er hvenær þessi leikmenn verða leikfærar.

 

Eftir að Snæfell komstu yfir 0-2 komu 8 stig í röð frá heimastúlkum sem leiddu 14-7 en í stöðunni 20-14 varði Helena 3ja stiga skot Söru Diljá og smellti svo þrist strax á eftir og staðan 23-14. Alda Leif smellti tveimur stigum fyrir gestina og lagaði stöðuna 23-16 eftir fyrsta leikhluta.

 

Í öðrum leikhluta gerðu gestirnir mjög vel í vörninni og áttu Haukar í bullandi vandræðum gegn baráttuglaðri svæðisvörn. Snæfell jöfnuðu leikinn með þrist frá Kristen McCarthy og komstu svo yfir 25-29 eftir fjögur stig frá Gunnhildi Gunnars. Ingvar tekur þá leikhlé fyrir Hauka sem komast yfir 32-29 áður en Snæfell lokar hálfleiknum 32-39 með vel útfærðum leik sínum.

 

Í þriðja leikhluta komu Haukastúlkur framar á völlinn og pressuðu grimmt en leikhlutinn hélst nokkuð jafn.  Í lok þriðja leikhluta voru Haukar komnar einu stigi yfir 55-54 áður en Alda Leif smellir þrist og Snæfell enn með forystu eftir þrjá leikhluta 55-57.  Frákasta baráttan hafði verið Hauka fram að þessu en þær höfðu náð 9 sóknarfráköstum til þessa.

 

Í fjórða leikhluta fór að draga af Snæfellsstúlkum sem einungis voru 7 á leiksskýrslu og meira varð um tapaða bolta og Haukar náðu einnig mun fleiri sóknarfráköstum. Eftir að Rebekka Rán hafði komið Snæfell yfir 58-60 skelltu heimastúlkur 16-0 kafla sem leikhlé og elja Snæfellsstúlkna náðu ekki að stoppa.  Haukar rifu til sín 11 sóknarfráköst í leikhlutanum og kláruðu leikinn 85-73. Helena Sverrisdóttir skellti í þrennu 21 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar.

 

Stigin gríðarlega mikilvæg fyrir Hauka í baráttunni um deildarmeistaratitilinn við Valsstúlkur, Haukar núna með 38 stig en Valur 34.  Valsstúlkur eiga leik til góða gegn Skallagríms á morgun Sunnudaginn 11. Mars.

 

Í næstu umferð leika svo Haukar gegn Valsstúlkum og er því um að ræða úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn, leikurinn fer fram þriðjudaginn 13. Mars í Valshöllinni.

 

Næsti leikur hjá Snæfell er gegn Njarðvík á heimavelli miðvikudaginn 14. Mars.  Snæfellsstúlkur eru nánast úr sögunni með sæti í úrslitakeppninni en til þess að það eigi að gerast þurfa þær að treysta á úrslit í öðrum leikjum og sigra alla sína fjóra leiki.

 

Stigskor Hauka: Whitney Micehelle Frazier 30 stig og 10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 21 stig, 17 fráköst, 12 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 15 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 9 stig og 4 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 5 stig og 7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 stig, Anna Lóa Óskarsdóttir 2 stig, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Hrefna Óttarsdóttir, Hanna Lára Ívarsdóttir, Stefanía Ósk Ólafsdóttir.

 

Stigaskor Snæfells: Kristen McCarthy 32 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 13 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11 stig og 5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 7 stig, Andrea Björt Ólafsdóttir 4 stig, Sara Diljá Sigurðardóttir 4 stig, Júlía Scheving Steindórsdóttir 2 stig.

 

Tölfræði leiks