Leikdagar úrslitakeppni:

KR-ingar hefja titilvörnina komandi fimmtudag

09.mar.2018  10:41 davideldur@karfan.is

 

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hefst komandi fimmtudag 15. mars með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar KR taka þá á móti Njarðvík í DHL Höllinni og í Hertz Hellinum mætast ÍR og Stjarnan.

 

Daginn eftir hefst svo seinni helmingur 8 liða úrslitanna. Í DB Schenker Höllinni mæta ný-krýndir deildarmeistarar Hauka liði Keflavíkur og í Síkinu á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Grindavík.

 

Hér er hægt að skoða alla leikdaga 8 liða úrslitanna