Dominos deild karla:

ÍR lagði Keflavík í spennandi leik

08.mar.2018  21:56 davideldur@karfan.is

Keflavík 69 - 74 ÍR

 

ÍR sigraði Keflavík í lokaumferð Dominos deildar karla með 74 stigum gegn 69. ÍR endar deildarkeppnina því í 2. sæti á meðan að Keflavík er í því 8.

 

 

Fyrir leik

ÍR-ingar höfðu að öllu að keppa í leik kvöldsins, með hagstæðum úrslitum annarsstaðar og sigri í þessum leik hefðu þeir geta tekið deildarmeistaratitilinn. Á meðan að það skipti ekki máli fyrir stöðu Keflavíkur í deildinni hvort þeir ynnu hann eða töpuðu.

 

Fyrri leikur þessara liða, sem fram fór í Breiðholtinu fyrir jól var afar spennandi. Réðst ekki fyrr en eftir framleggingu, en þá fór ÍR einnig með nauman sigur af hólmi.

 

 

Gangur leiks

Leikur kvöldsins var að mestu jafn frá byrjun til enda. Keflavík byrjaði betur, leiddu 24-19 eftir fyrsta leikhluta. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik hafði ÍR þó snúið taflinu við og var einu stigi yfir, 40-41.

 

Hörður xel Vilhjálmsson fór mikinn fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum, setti 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar, á meðan að Ryan Taylor dróg vagninn fyrir gestina með 13 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins fóru gestirnir úr Breiðholti svo á almennilegt flug. Sigla hægt, en örugglega frammúr Keflavík og eru 8 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 53-61.

 

Í fjórða leikhlutanum gerir Keflavík svo vel í að vinna niður forskot gestanna. Eftir fyrstu fjórar mínúturnar eru þeir aftur komnir með forystuna, 63-61. Leikurinn er svo aldrei meira en tveggja körfu leikur allt til loka.

 

ÍR var 3 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir, Ágúst Orrason, fær þá skot til þess að jafna leikinn fyrir Keflavík, en það er af og að lokum sigra ÍR-ingar með 4 stigum, 69-74.

 

 

Kjarninn

Vissulega var að litlu að keppa fyrir heimamenn í þessum leik. Það sást samt ekkert sérstaklega á þessum leik. Með eilítilli lukku hefðu þeir sigrað hann og mögulega (ef Haukar hefðu tapað líka) komið í veg fyrir deildarmeistaratitil ÍR-inga.

 

Ef taka má einhvern lærdóm frá þessum leik er það mögulega það að liðin sem eru í efri hluta töflunnar (ÍR, Haukar, KR og Tindastóll) eru ekki að fara að fá neitt gefins í komandi úrslitakeppni. Liðin í neðri hlutanum, geta, líkt og oft áður í vetur, valdið usla í leikjum sem þeim er ekki ætlað að vinna m.t.t. stöðu í deildinni.

 

Að því sögðu, þá sýndi ÍR þau gæði sem þurfti að lokum til að sigra leikinn í kvöld. Líkt og þeir hafa margoft gert í vetur. Vel að 2. sæti deildarinnar komnir og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu af þessari uppgöngu liðsins í úrslitakeppninni sem byrjar í næstu viku. Hafa náð að sigra öll lið deildarinnar í vetur, ættu því ekki að vera neitt skelkaðir við að gera alvöru atlögu að hinum stóra.

 

Hetjan

Ryan Taylor var besti leikmaður vallarins í kvöld. Skilaði 22 stigum, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 36 mínútum spiluðum.

 

Tölfæði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir, viðtöl / Skúli Björgvin

 

Viðtöl: