Leikir dagsins:

Valsarar geta slitið sig frá Keflavík - Þrír leikir í Dominos deild kvenna

07.mar.2018  06:33 Oli@karfan.is

Í kvöld lýkur 23. umferð Dominos deildar kvenna með þremur leikjum. Það fer heldur betur að styttast í annan endan á deildinni en fyrir kvöldið eru einungis sex umferðir eftir af deildarkeppninni. 

 

Í Njarðvík mætast botn-og topp lið deildarinnar þegar Haukar heimsækja heimakonur. Njarðvík freistar þess enn að ná í fyrsta sigur tímabilsins en Haukar vilja ná enn betri forystu á toppnum. Blikar fá Stjörnuna í heimsókn en þetta gæti orðið síðasti möguleiki Stjörnunnar til að eiga mögulega á sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma gæti Stjarnan hirt fjórða sætið aftur af Skallagrím. 

 

Stórleikur dagsins er svo í Valshöllinni þar sem Íslandsmeistarar Keflavíkur eru í heimsókn. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar en Valskonur hafa tveggja stiga forystu á Keflavík. Liðin hafa mæst þrisvar áður á tímabilinu og hafa Keflvíkingar unnið tvo af þeim leikjum. Valsarar þurfa því að vinna með meira en 10 stigum til að ná yfirhöndinni í innbyrðisviðureignum liðanna. 

 

Alla leiki dagsins má finna hér að neðan en fjallað verður um þá á Karfan.is síðar í dag. 

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Njarðvík - Haukar - kl. 19:15

Valur - Keflavík - kl. 19:15 (Í beinni á Stöð 2 Sport)

Breiðablik - Stjarnan - kl. 19:15
 

1. deild kvenna:

 

Hamar - Grindavík - kl. 20:00