Twitter:

Leið Keflvíkinga að titlinum

07.mar.2018  08:49 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Stuðningsmaður Keflvíkinga stillir upp skotheldu plani

 

 

Keflvíkingar hafa tryggt veru sína í úrslitakeppninni líkt og venjulega. Óvenjulega seint voru þeir að því þetta árið en vissulega verða þeir með. Keflvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar og sama hvernig fer í síðustu umferð þá munu þeir enda þar. Líklegir mótherjar í fyrstu umferð verða því Haukar en Brynjar Guðlaugsson stuðningsmaður Keflvíkinga er á öðru máli og hefur hann sett upp "skothelt" plan þar sem Keflvíkingar enda að sjálfsögðu sem Íslandsmeistarar. 

 

Brynjar spáir því að í síðustu umferð þá tapi lið hans gegn ÍR í því skyni að koma ÍR í fyrsta sæti deildarinnar og mæta þá þeim í úrslitakeppninni.  Þar munu svo Keflvíkingar hnykla vöðva sína og sigra lið ÍR nokkuð örygglega ef marka má orð Brynjars. Í undanúrslitum verða svo Haukar lagðir og í úrslitum mætir Keflavík Tindastól þar sem bikarmeistarar verða lagðir að velli og þar með munu Keflvíkingar rúlla í hús með þann stóra í farteskinu að Sunnubrautinni. 

 

Óhætt að segja að þetta sé ansi skrautleg spá en eins og skáldið sagði,  miði er möguleiki. 

 

 

 

Frétt uppfærð: Brynjar ku ekki vera lengur í stjórn KKD. Keflavíkur eins og heimasíða þeirra Keflvíkinga sýnir.  Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt.