Dominos deild kvenna:

Lykill: Brittanny Dinkins

03.mar.2018  16:15 davideldur@karfan.is

 

Lykilleikmaður 22. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Á 24 mínútum spiluðum í nokkuð öruggum sigri liðsins á Snæfell skoraði Dinkins 40 stig (73% skotnýting), tók 5 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. 

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas, leikmaður Hauka, Whitney Frazier og leikmaður Breiðabliks, Whitney Knight.