Háskólaboltinn:

Jón Axel með sigurkörfuna gegn Rhode Island

03.mar.2018  10:50 Oli@karfan.is

Davidson háskólinn tók á móti Rhode Island háskólanum í Bandaríska háskólaboltanum í nótt. Okkar maður Jón Axel Guðmundsson var í eldlínunni eins og oft áður fyrir Davidson.

 

Rhode Island er gríðarlega sterkur skóli og var númer 16  í NCAA fyrir leikinn. Það var því mikilvægur leikur fyrir Davidson en þetta var síðasti leikurinn fyrir úrslitakeppnina í A-10 deildinni.  Davidson er í þriðja sæti A-10 deildarinnar en Rhode Island í því efsta. 

 

Davidson vann gríðarlega góðan sigur í þessum leik 63-61. Segja má með sanni að Jón Axel hafi verið munurinn á liðunum því hann gerði úrslitakörfuna á síðustu andartökum leiksins. 

 

Þegar 6,8 sekúndur voru eftir átti Davidson boltann og var einu stigi undir. Jón Axel fékk boltann og keyrði að körfunni, fékk körfuna og víti að auki. Rhode Island tókst ekki að svara því og sigurinn því Davidson. 

 

Jón Axel var með 11 stig, 6 stig og 6 fráköst í leiknum. Í viðtali við Bob McKillop þjálfara liðsins sagði hann að Jón Axel hefði verið þriðji kostur til að taka lokaskotið og boltinn hafi nánast óvart endaði í höndunum á honum. Hann hafði þó vitað að Jón gæti búið til körfu og var ánægður með að ná sigrinum. 

 

Úrslitakeppni A-10 deildarinnar hefst næstkomandi föstudagskvöld en ekki er ljóst á þessari stundu hvaða lið Davidson mætir.

 

Úrslitakörfu Jóns Axels má finna hér að neðan: