Elvar og félagar höfðu betur gegn Val Orra

01.mar.2018  07:21 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Tímabilinu lokið hjá Florida Tech - Elvar skoraði 23 stig

 

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Barry Bucs sigruðu í nótt Florida Tech háskólann sem að Valur Orri Valsson leikur með í úrslitakeppni SSC deildarinnar.  Í gær ræddum við þá félaga um viðureignina og augljóst að sóknarleikur Barry varð of þungur fyrir Florida þar sem að Elvar og félagar skoruðu 102 stig gegn 83 stig frá Florida.    Fyrri hálfleikur var þeim Florida mönnum þungur þar sem að Barry skoruðu 51 stig gegn aðeins 32 stigum Florida. 

 

Seinni hálfleiku hélst jafn með öllu og dugði það fyrir Barry og eru þeir komnir áfram í keppninni og mæta háskóla Rollins í næstu umferð. Valur Orri og félagar eru þar með úr leik og tímabilinu lokið hjá Florida Tech þetta árið. 

 

Elvar fór fyrri sínu liði og skoraði 23 stig og sendi 7 stoðsendingar.  Valur Orri hafði hægt um sig hinumegin og skoraði 5 stig og sendi jafnmargar stoðsendingar á félaga sína. 

Tölfræði leiksins.