Dominos deild kvenna:

Andrea áfram í Hólminum

08.feb.2018  13:44 davideldur@karfan.is

 

Frmherjinn Andrea Björt Ólafsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Dominos deildar lið Snæfells til eins árs. 

 

Andrea hefur leikið með liðinu síðan árið 2016, en í 14 leikjum á þessu tímabili hefur hún skilað 5 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta á rúmum 30 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.