Boras með mikilvægan sigur gegn Södertalje

31.jan.2018  13:09 nonni@karfan.is

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket jöfnuðu Södertalje í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 79-77 sigri í gærkvöldi. Bæði lið hafa nú 20 stig í 3. sæti deildarinnar.


Jakob Örn gerði 8 stig í leiknum og tók 2 fráköst á þeim rúmu 20 mínútum sem hann skilaði inn af bekk Boras.


Næsti leikur Boras er gegn toppliði BC Lulea sem töpuðu nokkuð óvænt í gær 88-98 gegn Umea í 6. sæti deildarinnar. Þrátt fyrir tapið hefur BC Lulea forystu í deildinni með 28 stig svo nú er lag fyrir Jakob og liðsfélaga í Boras að kanna þann 2. febrúar næstkomandi hvort komnar séu einhverjar spurngur í berggrunn toppliðsins.