Fimm leikir í drengjaflokki

Leikir dagsins: Njarðvík-Snæfell í Ljónagryfjunni

30.jan.2018  09:00 nonni@karfan.is

Einn leikur fer fram í Domino´s-deild kvenna í kvöld en þá mætast botnliðin Njarðvík og Snæfell kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Heimakonur í grænu eru enn á höttunum eftir sínum fyrsta deildarsigri en Snæfell er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.


Þá fer fram Reykjavíkurslagur þegar ÍR tekur á móti KR í 1. deild kvenna kl. 19:15 í Hertz-Hellinum en KR leiðir deildina með 30 stig en nýliðar ÍR hafa 12 stig í 5. sæti.

 

Fimm leikir eru svo á dagskránni í drengjaflokki í kvöld:

 

20:00 Breiðablik - Keflavík
20:00 Hamar/FSu/Hrunamenn - Grindavík
20:30 Fjölnir - Haukar
20:45 Skallagrímur - Valur
21:00 ÍR - Breiðablik