Elvar væntanlegur í næsta leik

Bæði Íslendingaliðin töpuðu í Sólskinsriðlinum

22.jan.2018  16:09 nonni@karfan.is

Íslendingaliðin Barry og Florida Tech urðu að sætta sig við tap um helgina í Sunshine State riðli háskólaboltans í Bandaríkjunum. Elvar Már Friðriksson lék ekki með Barry sökum meiðsla en er væntanlegur í næsta leik.


Eckerd 90-71 Florida Tech
Sigurganga Vals Orra Valssonar og félaga hjá Florida Tech lauk um helgina. Fyrir leikinn var Florida-skólinn búinn að vinna fjóra leiki í röð í Sunshine State riðlinum. Valur Orri var með 7 stig, 5 stoðsendingar og 1 frákast í leiknum.


Eckerd 65-43 Florida Tech
Guðlaug Björt Júlíusdóttir og félagar í Florida-liðinu töpuðu einnig í þessum tvíhöfða Florida-skólans. Guðlaug gerði 3 stig og tók 2 fráköst á þeim 12 mínútum sem hún lék í leiknum.


Rollins 94-82 Barry
Elvar Már Friðriksson lék ekki með Barry í leiknum vegna meiðsla. Sawyer Glick var stigahæstur hjá Barry með 31 stig. Elvar hefur misst af síðustu þremur leikjum Barry vegna meiðsla en er væntanlegur í næsta leik.