Dominos deild karla:

Viðar Örn með Hetti í kvöld

07.jan.2018  19:58 davideldur@karfan.is

 

Þjálfari Dominos deildarliðs Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, hefur reimað á sig skóna á nýjan leik og tekur þessa stundina þátt með sínum mönnum gegn ÍR í Brauð og Co Höllinni á Egilsstöðum. Viðar hafði fyrir leik kvöldsins ekki leikið með sínum mönnum þetta tímabilið, en í 24 leikjum í 1. deildinni á því síðasta skilaði hann 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.