Jakob með 14 stig í sigri Boras

06.jan.2018  10:38 nonni@karfan.is

Jakob Örn Sigurðarson gerði 14 stig í gær þegar Boras vann góðan 84-81 sigur á Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni. Með sigrinum hoppaði Boras uppfyrir Jamtland í 3. sæti deildarinnar.


Jakob lék í 34 mínútur í leiknum og auk stiganna 14 var hann með 5 stoðsendingar og eitt frákast.


Næsti leikur Boras í deildinni er 12. janúar þegar liðið mætir Uppsala sem er í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar.