Ársuppgjör Karfan.is:

Vinsælustu fréttir ársins 2017

31.des.2017  14:25 Oli@karfan.is

Hugleiðing um framtíð kvennakörfunnar trónir á toppnum

Körfuboltaárinu 2017 fer senn að ljúka en um áramót er hefð að líta til baka og sjá hvað stóð uppúr á því ári sem senn er að ljúkja. Margar stórar fréttir voru birtar á Karfan.is á árinu enda stórt ár að baki. Það er þó ekki alltaf samansem merki milli þess að vera stórt frétt og vera aðsóknarmikil. 

 

Hér að neðan skoðum við fimmtán vinsælustu fréttir ársins 2017 á Karfan.is. 

 

1. Hugleiðing um framtíð kvennakörfunnar á Íslandi

 

Aðsend grein frá Hlín Sveinsdóttir sem skrifaði hugleiðingu um framtíð kvenna körfuboltans á Íslandi. Hún kafaði djúp í tölfræði síðustu ára. Fréttin var ekki bara vinsælust á árinu heldur lang vinsælust en fréttin var lesin mun oftar en frétt númer 2. 

 

2. Þrír Íslendingar á lista yfir efnilegustu leikmenn Evrópu

Heimasíðan Eurospects.com fylgist með efnilegum leikmönnum um Evrópu, fjallar um þá og segir frá stöðu þeirra á leikmannamarkaðnum. Þrír íslenskir ungir leikmenn voru á lista þeirra síðasta haust. 

 

3. Yfirlýsing þjálfara: Sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna

 

Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands sendu frá sér yfirlýsingu þar sem atburðarrás um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti er fordæmd. Forsaga málsins er sú að 10 ára stúlkur hjá ÍR vildu fá að spila gegn jafnöldrum sínum í drengjaflokki. Þannig vildi ÍR breyta fyrirkomulagi á Íslandsmótinu með stuttum fyrirvara. 

 

4. Justin Shouse kveður

Leikmaður Stjörnunnar, Justin Shouse, gaf það út í stöðuuppfærslu Facebook síðasta sumar að hann hafi lagt skóna á hilluna. Justin spilað á Íslandi frá árinu 2004, fyrst í neðri deildum en svo með Snæfell í efstu deild, en hann hefur spilað með sínu núverandi liði, Stjörnunni, frá árinu 2009. Einnig fékk hann íslenskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur spilað sem íslenskur leikmaður í deildinni frá þeim tíma.

 

5. Leikmenn og þjálfarar borguðu sig inn í Grindavík

 

Fyrr í dag sögðum við frá því að körfuknattleiksdeild Grindavíkur hafi ætlað að láta gott af sér leiða með leik kvöldsins gegn KR. Allur ágóði af miðsölu inn á leikinn rennur óskertur til handa fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur, sem að lést langt fyrir aldur fram í bílslysi á Grindavíkurveginum fyrr í mánuðinum. Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn beggja liða, starfsmenn íþróttahússins sem og fréttaritari Karfan.is borguðu sig, meðal annarra, allir inn á leik kvöldsins. 

 

6. Gunnhildur Gunnarsdóttir með barni

Landsliðskonan og skotbakvörður Snæfell staðfesti það í samtali við Karfan.is að hún ætti von á barni í október næstkomandi og mun hún því ekkert vera með landsliðinu í komandi verkefnum.  "Ég get nú ekki sagt annað en að þetta hafði áhrif á mig í úrslitakeppninni. Ég náði mér aldrei á strik og var ólík sjálfri mér þegar á leið." sagði Gunnhildur í samtali. 

 

7. Bjargaði pari eftir tap í Hellinum

 

 

Mögulega halda einhverjir að þessi fyrirsögn eigi heima á kylfingur.is eða heimasíðu golfsambandsins en svo er ekki. Guðmundur Jónsson leikmaður þeirra Keflvíkinga neyddist til að játa sig sigraðann í gær í Hellinum þegar Keflvíkingar mættu ÍR í framlengdum leik.  Eftir leik fór Guðmundur beint á vakt í Reykjanesbænum þar sem hann starfar sem slökkviliðsmaður. Þegar liðið er á miðnætti kemur útkall þar sem að íbúð að Vesturgötu í bænum varð eldi bráð.  Guðmundur og hans kollegar voru fljótir að ná tökum á eldi en fyrst þurfti að bjarga konu og karlmanni sem í íbúðinni voru.

 

8. Æfingahópar yngri landsliða klárir fyrir 2018

KKÍ tilkynnti í dag æfingahópa yngri landsliða Íslands fyrir árið 2018. Um er að ræða undir 15, undir 16 og undir 18 ára landslið sem keppa á hinum ýmsu mótum. 

 

9. Landsliðshóparnir klárir fyrir Smáþjóðaleikana

 

Körfuknattleikssambandið tilkynnti rétt í þessu hvaða leikmenn það verða sem að munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í San Marínó 30. maí til 3. júní. Nokkuð er um nýliða í hópunum, þar sem Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík mun ein leika sína fyrstu leiki fyrir Ísland kvennamegin, en karlamegin eru þeir níu talsins. Það gert að einhverju leyti bæði til þess að leyfa þeim leikmönnum sem eru að fara á U-20 Evrópumót að spreyta sig sem og til þess að skoða þessa yngri leikmenn.

 

10. Benedikt Guðmundsson til KR

 

Þjálfarinn Benedikt Guðmundsson er á leiðinni heim í vesturbæinn til þess að þjálfa meistaraflokk kvenna og yngri flokka á næsta tímabili. Benedikt þjálfaði síðast hjá KR árið 2010, en þá gerði hann meistaraflokk kvenna að Íslandsmeisturum, en það sama gerði hann einnig karlamegin hjá félaginu árin 2007 og 2009. 

 
 

Ísland hefur lokið leik á Eurobasket þetta árið. Liðið tapaði gegn Finnlandi í lokaleiknum eftir stór góða frammistöðu. Íslensku stuðningsmennirnir kvöddu Helsinki með "Ferðalokum" og ég er kominn heim. 

 
 
 
Eins og greint hefur verið frá hafa Njarðvíkinga sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson Thomas, en greint var frá þessu nú í kvöld. "Það var ekki lengur við unað. Samstarfið við hana hefur verið erfitt og þetta er uppsafnað.  Hún gerði lítið úr liðsfélögum sínum við skiptingar og hristi hausinn þegar þær voru að skjóta. Kvartanir vegna hennar komu úr öllum áttum og ég gerði þau mistök að hafa ekki tekið á þessu fyrr. En ég læri af þessu." sagði Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is
 
 
 
 

Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, var valinn besti þjálfari 1. deildar karla á árlegu lokahófi KKÍ. Viðar var ekki vandræðum með að koma með fyrirsögn frekar enn fyrri daginn er hann spjallaði við Karfan.is. 

 

14. Markmiðið að vera skrímsli

 

Tryggvi Snær Hlínason stefnir hraðbyri í að verða okkar næsti landsliðs miðherji. Ekki skortir efniviðinn í drenginn og flestir fengu að sjá sl. vetur hvaða hæfileika þessi stæðilegi Bárðdælingur býr yfir. Vissulega á kappinn margt eftir ólært í boltanum en Spánverjarnir í Valencia ætla að klára það dæmi fyrir okkur Íslendinga. 

 

15. Grettismenn senda formlega afsökunarbeðni í Fjósið

 

Tindastóll hafði góðan sigur á Skallagrím í Borgarnesi er liðin mættust í gærkvöldi. Heimamenn höfðu undirtökin nánast allan leikinn en frábær endasprettur Tindastóls tryggði þeim góðan sigur. Stuðningsmenn beggja liða fóru hamförum og var stemmningin í húsinu ótrúlegt. Hluti af stuðningmönnum Tindastóls gleymdu sér þó eitthvað í gleðinni. Ölvun var mikil á örfáum einstaklingum auk þess sem bekkur í stúkunni var brotinn. Stuðningsmannahópur Tindastóls Grettismenn sendu Karfan.is yfirlýsingu þar sem Borgnesingar fá formlega afsökunarbeðni