Háskólaboltinn:

Þórir minnti á sig í sigri Nebraska

24.des.2017  01:17 Oli@karfan.is

Setti tvo þrista er fjölskyldan horfði á

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmaður Nebraska Huskers setti flestu stig sín á tímabilinu fyrir liðið í sigri á Delaware State í Bandaríska háskólaboltanum. 

 

Þórir setti þá tvær þriggja stiga körfur í þremur tilraunum á fjórum mínútum fyrir Nebraska. Liðið vann ansi öruggan sigur á Delaware 85-68.

 

Nebraska hefur þá unnið tvo sigra í röð en þar á undan tapaði liðið með einu stigi fyrir gríðarlega sterku liði Kansas. Einn leikur er eftir hjá Nebraska á árinu en það er Stetson sem mætir til Nebraska þann 29. desember. 

 

Það er því ekki mikið jólafrí hjá Þóri en fréttamenn sem fylgja Nebraska liðinu segja frá því að fjölskylda Þóris hafi verið á leiknum.