NBA:

Klósetti fyrrum NBA leikmanns stolið

21.des.2017  16:58 davideldur@karfan.is

 

Fyrrum NBA leikmaðurinn Charlie Villanueva lenti í frekar leiðinlegu atviki á dögunum. Brotist var inn í hús hans í Dallas og ýmislegt tekið, þar á meðal klósettið úr baðherberginu hans. Eins og okkur, þótti Villanueva þetta einkar furðulegt eins og sjá má í færslu hans á Twitter rétt eftir að atvikið átti sér stað.

 

Ekki fylgir sögunni hvort að þetta klósett hafi verið eitthvað sérstakt, eða úr hverju það hafi verið gert. Hinsvegar má gera ráð fyrir því að stela klósetti sé ekki auðvelt. Tímafrekt, þungt og líklega talsvert mál að koma því í verð.

 

Samkvæmt frétt af málinu ef fólk í Dallas beðið að hafa augun opin og láta yfirvöld vita ef einhver reynir að selja því vafasamt klósett.

 

Charlie Villenueva var valinn með 7. valrétt NBA nýliðavalsins árið 2005 af Toronto Raptors, en hætti árið 2016 eftir að hafa, ásamt Raptors, leikið með Miwaukee Bucks, Detroit Pistons og síðast Dallas Mavericks.

 

 

 

Fyrst eftir að brotist var inn:

 

Meðan hann bíður eftir löggunni:

 

Allt farið:

 

Ennþá að bíða eftir lögreglunni:

 

Hreinlega trúir þessu ekki:

 

Rannsóknin komin af stað: