Háskólaboltinn:

Tveir sigrar hjá Val Orra á jafn mörgum dögum

20.des.2017  01:04 davideldur@karfan.is

 

Valur Orri Valsson og félagar hans í Florida Tech hafa sigrað tvo leiki á jafn mörgum dögum í bandaríska háskólaboltanum. Í gær unnu þeir lið Miles College með 107 stigum gegn 87, þar sem Valur skilaði 13 stigum og 12 fráköstum og í kvöld lögðu þeir svo Shawnee State með 93 stigum gegn 87, en þar skilaði hann 10 stigum, 5 fráköstum og 9 stoðsendingum.

 

Lið Florida Tech er eftir leikina tvo með 6/12 vinningshlutfall það sem af er vetri, en næsti leikur þeirra er 30. þessa mánaðar gegn Palm Beach Atlantic University.

 

Í heildina á liðið tvo leiki eftir á þessu ári, síðan aðeins einn á því nýja áður en að það mætir liði Barry University þann 6. janúar, en þar leikur annar íslenskur leikmaður, Elvar Már Friðriksson.

 

Viðtal við Val eftir sigurinn í gærkvöldi: