Jól hjá Jóni á Hawaii

17.des.2017  19:20 nonni@karfan.is

Jón Axel Guðmundsson leikmaður Davidson háskólans mun standa í ströngu yfir hátíðarnar en Davidsonskólinn heldur til Hawaii á mót frá 22. desember - 25. desember næstkomandi og tekur þátt í Hawaiian Airlines Diamond Classic mótinu.


Fyrsti leikur er gegn New Mexico State skólanum, annar leikur gegn Miami eða Hawaii skóla og þriðji og síðasti leikurinn ræðst af úrslitum fyrri leikja en hann fer fram 25. desember.