Úrslit dagsins:

Valur með 4 stiga forskot á toppi deildar yfir hátíðarnar

16.des.2017  19:41 davideldur@karfan.is

Keflavík hafði Njarðvík í Ljónagryfjunni

 

Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í dag. Haukar sigruðu Skallagrím á Ásvöllum, Keflavík sigraði Njarðvík í Ljónagryfjunni, Breiðablik vann Snæfell í Stykkishólmi og topplið Vals vann Stjörnuna í Ásgarði.

 

Ljóst var fyrir umferðina að Valur yrði efsta lið deildarinnar yfir jól og áramót, en þær eru nú með 22 stig þar, 4 stigum á undan Keflavík og Haukum í 2.-3. sætinu.

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit dagsins

 

Dominos deild kvenna:

 

Haukar 84 - 63 Skallagrímur 
 

Njarðvík 73 - 80 Keflavík 
 

Snæfell 66 - 71 Breiðablik 
 

Stjarnan 51 - 65 Valur
 

 

1. deild kvenna:

 

Grindavík 78 - 88 KR 
 

ÍR 57 - 37 Hamar