Leikir dagsins:

Vesturlandsslagur í Borgarnesi

15.des.2017  07:00 Oli@karfan.is

Þrír leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld. Einungis fjórir leikir eru eftir af deildinni fyrir áramót og því kemur í ljós í kvöld hvaða lið vermir toppsætið um hátíðarnar. 

 

Breiðablik getur haldið toppsætinu með sigri á Hamri en liðið hefur leikið einum leik fleiri en Skallagrímur. Í Dalhúsum mæta Ísfirðingar í heimsókn. 

 

Vesturlandsslagur að bestu gerð fer svo fram í Borgarnesi þar sem Skagamenn koma í heimsókn. Liðin hafa eldað grátt silfur síðustu ár en liðin eru á gjörólíkum stað í töflunni þessa stundina. ÍA situr á botninum án sigurs en Skallagrímur er við toppinn og hafa verið sannfærandi í vetur.

 

Það er alltaf stemmning þegar þessi lið mætast og ljóst að íbúar Vesturlands muni fjölmenna því montrétturinn um hátíðarnar er undir.

 

Fjallað verður um leiki dagsins á Karfan.is í kvöld.

 

Leikir dagsins

 

1. deild karla:

 

Breiðablik - Hamar kl 18:30

 

Fjölnir - Vestri kl 19:15

 

Skallagrímur - ÍA kl 19:15