Viðtöl eftir leik í Ásgarði:

Arnar: Mættum brjálaðir í vörninni í seinni hálfleik

15.des.2017  00:33 Oli@karfan.is

 

Arnar Björnsson hefur verið að gera frábæra hluti með Stólunum í vetur og var sáttur með sigurinn:

 

Þið voruð ekki að spila neitt hræðilega illa í fyrri hálfleik en eitthvað flæði vantaði hjá ykkur?

 

Já, þeir voru að hitta mjög vel og það fór svolítið í andlegu hliðina hjá okkur, allt gekk upp hjá þeim og við vorum aðeins að svekkja okkur. Svo í seinni hálfleik mættum við brjálaðir í vörninni og skotin okkar fóru að detta sem vill stundum fylgja því að spila góða vörn. 

 

Einmitt, þó vörnin hafi kannski ekkert verið slæm í fyrri hálfleik þá varð hún aggresívari í þeim seinni?

 

Það má segja að það hafi verið svolítið þannig, já.

 

Höfðuð þið þá tilfinningu að þið mynduð ná góðu áhlaupi á þá í seinni hálfleik?

 

Jájá, við vorum ákveðnir í því að saxa á forskotið strax í þriðja og gera þetta að leik og við gerðum það.

 

Nú var Hester ekki allt í öllu í kvöld og þessir tveir tapleikir í síðustu deildarleikjum skýrist ekki bara af fjarveru hans?

 

Nei, það gerir það ekki. Caird er náttúrulega meiddur líka og Axel ekki með gegn Njarðvík og það munar nú um þessa þrjá. En ekki svona miklu, þetta var bara alls ekki okkar dagur á móti KR og Brilli setti 22 stig í fyrri hálfleik.

 

Já, hann getur verið óþolandi!

 

Já, hann bara datt í gír og þá er lítið hægt að gera!

 

Einmitt, þið hafið engar áhyggjur af þessu, hafið bara gaman af þessu?

 

Jájá, við erum komnir í undanúrslit í bikarnum og á toppnum í deildinni.

 

Já það er ekki hægt að kvarta yfir því!

 

Nei alls ekki!

 

 

Viðtal / Kári Viðarsson