Umfjöllun og myndir:

Áreynslulítið fyrir Skallagrím

15.des.2017  22:25 Oli@karfan.is

Skallagrímur fékk ÍA í heimsókn í Fjósið í kvöld. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, þá tóku heimamenn öll völd á vellinum og lönduðu öruggum sigri, 127-96.

 

Dómarar leiksins voru þeir Jakob Árni Ísleifsson og forsetinn sjálfur, Sveinn Björnsson.

 

Skallagrímur tapaði sínum síðast heimaleik gegn Hamri á meðan að ÍA tapaði gegn Gnúpverjum. ÍA enn á sigurs í deild á meðan Skallagrímur er í harðri topp baráttu.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Atli A-Flake-Aaron-Kristófer-Eyjó.

Byrjunarlið ÍA: Helgi-Jón Orri-Jóhannes-Jón Frímas-Marcus.

 

1.leikhluti:

 

Skallagrímur náði að rífa sig frá Skagamönnum með góðum töktum. Voru komnir með þægilega forystu í 17-8 en Skagamenn kláruðu leikhlutan með þriggja stiga sýningu, með Marcus á eldi. Skagamenn náðu að koma cher vel inn í leikinn og var komin stemming í hópinn. Staðan eftir 1.leikhluta var 31-29 fyrir Skallagrím.

 

2.leikhluti:

 

Sama saga var öðrum leikhluta. Skallagrímur tókst að koma muninum mest upp í 9 stig en Skagamenn, með Marcus á eldi, náðu að koma til baka undir lok leikhlutans og gengu liðinn til búningsklefa með stöðuna 58-55 fyrir Skallagrím.

 

Helstu tölfræði punktar hálfleiks.

 

Skallagrímur voru að skjóta 47% á móti 67% hjá ÍA. Jafnt hjá liðum í fráköstum en ÍA voru búnir tapa boltanum 15 sinnum á móti 6 sinnum hjá Skallagrím.

 

Marcus Dewberry hjá ÍA var allt í öllu í fyrri hálfleik. 30 stig-7 fráköst og 3 stoðsendingar. Jón Frímas var komin með 12 stig. Hjá Skallagrím var Eyjó komin með 12 stig og 4 fráköst og Aaron með 13 stig-3 stolnir-3 stoð-2 fráköst.

 

3.leikhluti:

 

Skallagrímur byrjaði leikhlutan rólega en spýttu í lófa cher og gáfu allt í botn. Splundruðu vörn Skagamenna og spiluðu harða og góða vörn. Skagamenn virtust pirraðir og komst smá hiti í leikinn. Með innkomu Bjarna og Arnars af bekk Skallagríms, kom kraftur og áræðni, sem skilaði þeim góðri forystu fyrir lokaleikhlutan. Staðan 96-73.

 

4.leikhluti:

 

Ekki fallegasti leikhluti sem spilaður hefur verið í Fjósinu. Ljósi punkturinn voru ungu leikmenn liðanna sem fengu að spreyta sig. Arnar Smári kom með geggjaða innkomu af bekk Skallagríms og hin hárprúði Almar Örn kom með hárið sitt og baráttu. Skallagrímur kláraði leikinn örugglega 127-96.

 

Skallagrímur var mikið mun öflugari í seinni hálfeik. Keyrðu upp hraðann og gáfu sig í vörnina. Allt liðið var flott í seinni hálfleik í kvöld. Fjósið lifnaði við í þeim þriðja leikhluta og mátti heyra í Boga Jóns og Hansa Egils öskra menn áfram. ÍA liðið er enn á sigurs í deild. Þeirra aðalmaður, Marcus Newberry, var allt í öllu og endaði leikinn með 44 stig-10 fráköst og 7 stoðsendingar.

 

UPP og ÁFRAM!!

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Væntanlegt)