Háskólaboltinn:

Hvað ef leikmenn Kentucky og Duke hefðu ekki farið eftir eitt tímabil?

09.des.2017  10:59 davideldur@karfan.is

 

Margir vilja meina að Jahlil Okafor, sem í vikunni var skipt frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets í NBA deildinni, hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í deildinni eftir að hann var valinn með 3. valrétti nýliðavalsins 2015. Ekki má þó gleyma því, að ef hann væri enn hjá Duke háskólanum, væri hann aðeins búinn að spila þrjú tímabil þar, en hann spilaði aðeins eitt ár þar áður en hann gerðist atvinnumaður.

 

Háskólalið Duke og Kentucky hafa verið hvað duglegust að ná í leikmenn, líkt og í tilfelli Okafor, í eitt ár. Fróðlegt er þó að sjá fyrir sér hvernig lið þeirra í háskólaboltanum væru, ef allir leikmenn hefðu spilað öll fjögur árin. Nánast allt eru þetta NBA leikmenn og auðvelt væri að gera því skóna að þarna færu tvö af betri háskólaliðum allra tíma.

 

Í samsetningunni var horft til síðustu þriggja nýliðavala NBA deildarinnar til þess að sjá hvernig leikur á milli liðanna gæti litið út þetta tímabilið. Aðeins er leyfilegt fyrir hvert lið að hafa 13 leikmenn á skólastyrk og því væru þetta 13 bestu leikmenn hvors liðs.

 

 

 

Duke Blue Devils

Byrjunarlið: Tyus Jones (Minnesota Timberwolves), Jayson Tatum (Boston Celtics), Brandon Ingram (Los Angeles Lakers), Marvin Bagley III (Duke Blue Devils), Jahlil Okafor (Brooklyn Nets)

Sjötti maður: Grayson Allen (Duke Blue Devils)

Bekkur: Justise Winslow (Miami Heat), Luke Kennard (Detroit Pistons), Wendell Carter III (Duke Blue Devils), Trevon Duval (Duke Blue Devils), Gary Trent Jr. (Duke Blue Devils), Frank Jackson (New Orleans Pelicans), Harry Giles (Sacramento Kings)

 

 

 

 

Kentucky Wildcats

Byrjunarlið: Tyler Ulis (Phoenix Suns), Jamal Murray (Denver Nuggets), Devin Booker (Phoenix Suns), Skal Labissiere (Sacramento Kings), Karl-Anthony Towns (Minnesota Timberwolves)

Sjötti maður: Malik Monk (Charlotte Hornets)

Bekkur: De’Aaron Fox (Sacramento Kings), Trey Lyles (Denver Nuggets), Bam Adebayo (Miami Heat), Kevin Knox (Kentucky Wildcats), Hamidou Diallo (Kentucky Wildcats), Nick Richards (Kentucky Wildcats), P.J. Washington (Kentucky Wildcats)