Leikir dagsins:

Tvíhöfði í Hafnarfirði

07.des.2017  09:47 Oli@karfan.is

Ná Haukar að hefna fyrir töpin gegn Blikum

Það er nóg um að vera í körfunni í dag. Fimm leikir fara fram í Dominos deild karla þar sem nokkrar spennandi viðureignir fara fram. 

 

Í Hafnarfirði fer fram Tvíhöfði þar sem meistaraflokkur karla og kvenna leika bæði. Klukkan 18:00 fer fram leikur Hauka og Breiðabliks sem liðin hafa nú þegar mæst tvisvar á tímabilinu og unnu Blikar báða leikina. Síðar eða 20:15 mætir svo topplið ÍR Haukum. 

 

Þá fer fram Reykjavíkurslagur KR og ÍR í 1. deild kvenna í dag. Alla leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

 

 

Leikir dagsins: 

 

Dominos deild kvenna:

 

Haukar - Breiðablik - kl. 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport


Dominos deild karla:

 

Grindavík - Valur - kl. 19:15

 

Keflavík - Stjarnan - kl. 19:15

 

Tindastóll - Njarðvík - kl. 19:15 í beinni á Tindastóll TV


Höttur - KR - kl. 19:15


Haukar - ÍR - kl. 20:15 í beinni á Stöð 2 Sport

 

1. deild kvenna:


KR - ÍR - kl. 19:15 í beinni á KR TV