Euroleague:

Tryggvi með átta stig í Euroleague

07.des.2017  22:35 Oli@karfan.is

Spænska félagið Valencia tapaði í kvöld sínum sjöunda leik í röð í Euroleague er liðið mætti Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Liðið tapaði þó naumlega eftir spennandi leik. 

 

Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Valencia og Íslands fékk nokkuð stórt hlutverk í leik dagsins. Hann lék 15 mínútur sem er það mesta sem hann hefur leikið í Euroleague á tímabilinu.

 

Honum tókst að enda með átta stig, tvö fráköst og tvo varða bolta. Ljóst er að hlutverk hans hjá liðinu er að stækka með hverri vikunni en Tryggvi hefur nýtt tækifæri sín vel síðustu vikur. Valencia hefur þurft að glíma við mikil meiðsli hingað til að tímabilinu sem Tryggvi hefur hlotið góðs af og notað tækifærin vel. 

 

Valencia mætir Rauðu Stjörnunni frá Belgrade eftir viku í Euroleague en liðin hafa unnið jafn marga leiki og eru jöfn að stigum í 14-16 sæti deildarinnar. 

 

Helstu tilþrif leiksins má finna hér að neðan: