Áhugaverður leikur í Grindavík:

Systkinin dæma saman í fyrsta skipti í úrvalsdeild karla

07.des.2017  19:56 Oli@karfan.is

Þessa stundina fer fram leikur Grindavíkur og Vals í Dominos deild karla. Nokkuð eru síðan þessu lið mættust síðasta í efstu deild karla á Íslandi en leikurinn er áhugaverður fyrir fleiri sakir.

 

Systkinin Davíð Tómas Tómasson og Georgia Olga Kristiansen dæma nefnilega saman leikinn ásamt Gunnlaugi Briem. Það mun vera í fyrsta skipti sem þau systkinin dæma saman í Dominos deild karla en þau hafa dæmt saman m.a. bikarúrslitaleik yngri flokka. 

 

Georgía hóf að dæma í efstu deild karla fyrr á þessu tímabili og hefur mikla reynslu þegar kemur að dómgæslu. Davíð Tómas einnig en hann varð í sumar FIBA dómari. 

 

Mynd/ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson