Úrslit kvöldsins:

KR sótti sigur á Egilsstaði - Fjögur lið jöfn á toppnum

07.des.2017  21:49 Oli@karfan.is

Spennan heldur áfram í Dominos deild karla. Liðin kroppa enn í sigur af hvoru öðru og er komin upp ansi ný staða á toppi deildarinnar. 

 

Eftir leiki kvöldsins eru fjögur lið jöfn á toppi deildarinnar með 14 stig. Það eru ÍR, Tindastóll, Haukar og KR. Haukar unnu einmitt frábæran sigur á ÍR fyrr í kvöld. Á sama tíma vann KR útisigur á Hetti en sjaldséð sjón var á Sauðárkróki þar sem Tindastóll tapaði í Síkinu gegn Njarðvík. 

 

Í Grindavík var Dagur Kár hetjan í naumum sigri á Val. Stjarnan virðist þá vera að finna fjölina en liðið sótti sigur til Keflavíkur í kvöld. 

 

Í Dominos deild kvenna tókst Haukum loks að komast á sigurbraut með sigri á Breiðablik. En í 1. deild kvenna vann KR öruggan sigur í Reykjavíkurslag. 

 

Öll úrslit kvöldsins má finna hér að neðan:

 

Úrslit kvöldsins: 

 

Dominos deild kvenna: 

 

Haukar 87-69 Breiðablik 

 

Dominos deild karla:

 

Grindavík 90-89 Valur

Keflavík 81-92 Stjarnan

Tindastóll 93-100 Njarðvík

Höttur 81-90 KR

Haukar 97-87 ÍR 

 

1. deild kvenna:

 

KR 68-36 ÍR