Twitter umræðan:

Jón Axel vill að Grindavík skipti um erlendan leikmann

07.des.2017  22:20 Oli@karfan.is

Jón Axel Guðmundsson leikmaður Davidson og Grindvíkingur með meiru fylgist heldur betur með Dominos deild karla þrátt fyrir veru sína í Bandarískum háskóla. 

 

Hann hefur látið skoðun sína á Grindavíkurliðinu í ljós á Twitter reglulega og er ansi virkur á forritinu. Meðan á leik Grindavíkur og Vals stóð tísti hann að nú væri kominn tími á að kaupa farmiða handa Rashad Whack erlendum leikmanni liðsins. 

 

Jón Axel bætir við að það sé það besta í stöðunni að semja aftur við Lewis Clinch sem lék einnig með liðinu á síðasta tímabili. 

 

Hvort sem forsvarsmenn Grindavíkur hlusti á Jón Axel eða ekki er ljóst að Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur er farinn að skoða möguleikana. Hann staðfesti í viðtali við Karfan.is í kvöld að hann væri farinn að líta í kringum sig varðandi erlendan leikmann en ekkert væri komið á hreint. 

 

Tístið má finna hér að neðan en það hefur heldur betur verið tíðindamikilir dagar hjá Jón Axeli síðustu daga.