Umfjöllun og myndir:

Haukar náðu fram hefndum gegn Breiðablik

07.des.2017  20:08 Oli@karfan.is

Fyrri leik tvíhöfðans í Hafnarfirði er lokið en þar voru Blikar í heimsókn hjá heimakonum í Haukum. Leikið var í 12. umferð Dominos deildar kvenna. 

 

Haukar hafa ekki verið á góðri siglingu síðustu vikur en liðið vann einungis einn leik í öllum nóvember mánuði. Breiðablik aftur á móti á fínum stað en þessi lið hafa mæst tvisvar í vetur og höfðu Blikar haft betur í bæði skiptin. 

 

Það var ljóst frá fyrsta flauti að Haukar ætluðu sér að hefna fyrir töpin því þær leiddu frá byrjun. Liðið mætti klárt til leiks og var komið með 13-4 forystu strax eftir tvær mínútur. 

 

Staðan í hálfleik var 45-28 og ljóst að mikið þyrfti til svo Breiðablik ætti séns á að komast aftur í leikinn. Munurinn var mestur í seinni hálfleik 32 stig, 77-45. Breiðablik klóraði aðeins í bakkann í lokinn en lokastaðan var 87-69. 

 

Helena Sverrisdóttir var með tröllatvennu í leiknum eða 26 stig og 22 fráköst. Cherise og Anna Lóa komu á eftir henni með 15 stig. Ivory Crawford var stigahæst hjá Breiðablik með 33 stig en nýjustu landsliðsmenn Íslands þær Sóllilja og Ísabella Ósk voru þar á eftir. 

 

Myndasafn (Bára Dröfn)

 

Tölfræði leiksins má finna hér að neðan:

 

 

Haukar-Breiđablik 87-69 (24-16, 21-12, 26-17, 16-24)


Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/22 fráköst, Cherise Michelle Daniel 15/4 fráköst/7 stođsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 15, Dýrfinna Arnardóttir 13, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Magdalena Gísladóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2/9 stođsendingar, Ragnheiđur Björk Einarsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 1/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Fanney Ragnarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0. 


Breiđablik: Ivory Crawford 33/11 fráköst/5 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 17/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurđardóttir 10/11 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7, Auđur Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst/6 stođsendingar, Friđmey Rut Ingadóttir 0, Eyrún Ósk Alfređsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Kristín Rós Sigurđardóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0.