Leikir kvöldsins: Tólfta umferð hefst í kvöld

06.des.2017  10:01 nonni@karfan.is

Í kvöld hefst tólfta umferðin í Domino´s-deild kvenna með þremur leikjum. Lokaleikur umferðarinnar fer fram annað kvöld en þar eigast við Haukar og Breiðablik.


Í kvöld eru allir þrír leikirnir á hinum háa herrans tíma 19:15 en Njarðvík tekur á móti toppliði Vals í Ljónagryfjunni, Skallagrímur fær Keflavík í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Snæfell í Ásgarði.


Staðan í deildinni

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Valur 8/3 16
2. Keflavík 7/4 14
3. Haukar 6/5 12
4. Stjarnan 6/5 12
5. Skallagrímur 6/5 12
6. Breiðablik 6/5 12
7. Snæfell 5/6 10
8. Njarðvík 0/11 0

Þá er grannaglíma í 10. flokki stúlkna í bikarkeppninni þegar Keflavík og Njarðvík mætast í TM-Höllinni kl. 19:10.

Allir leikir dagsins