Dominos deild kvenna:

Brittanny allt í öllu hjá Kelfavíkur-hraðlestinni!

06.des.2017  23:20 davideldur@karfan.is

Skallagrímur 73 - 87 Keflavík

 

Skallagrímur tók á móti Keflavík í Fjósinu í kvöld. Eftir jafnar fyrstu 13 mínútur leiksins, keyrðu Keflavíkur stúlkur upp hraðan og náðu góðu forskoti fyrir hálfleik. Í þeim þriðja héldu þær svo áfram og kláruðu leikinn sannfærandi.

 

Fyrir leik: Keflavík er á þvílíku skriði, búið að vinna 5 í röð á meðan að Skallagrímur hefur tapað tveim leikjum í röð. Keflavík með 14 stig í öðru sæti á meðan Skallagrímur er með 12 stig í 5.sæti.

Dómarar voru þeir Rögnvaldur Már Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson og Sigurbaldur Frímansson. Höööörku teymi þar á ferðinni!!!

 

Byrjunarlið Skallagríms: Carmen-Gunnhildur-Jóhanna-Jeanne-Bríet.

Byrjunarlið Keflavíkur: Salbjörg-Thelma-Emelía-Erna-Brit Dinkins.

 

1.leikhluti:

Jafnræði ríkti ríkjum í leikhlutanum þar sem liðin skiptust á körfum. Hraðin var flottur og gæðin voru nokkur. Keflavík tví-og jafnvel þrídekkuðu Carmen hjá Skallagrím en hún var að finna leikmenn og skotin fóru að detta. Sannkallaður jafnræða leikhluti lauk svo með forystu Keflavíkur, 19-22.

 

2.leikhluti:

Leikhlutinn byrjaði með þrist frá Guðrúnu og Jóhönnu frá Skallagrím og Skallagrímur komst í 27-25. En þá kom 5-18 áhlaup frá Keflavík, þar sem leikmenn komu inn af bekknum og voru að smella öllu ofaní. Mikil stemming var hjá öllum Keflvíkingum í húsinu og kláruðu þær fyrri hálfleikin, 34-45. Emelía Ósk meiddist illa þegar um 30sek voru eftir af fyrri hálfleik. Annar leikurinn í röð hér í Fjósinu þar sem leikmaður meiðist illa.

Hálfleiks tölfræði liðana.

Skallagrímur: 34% skotnýting-20 fráköst-9 stoð-8 tapaðir.

Keflavík: 40% skotnýting-26 fráköst-15 stoð-2 tapaðir.

 

3.leikhluti:

Brittanny Denkins fór mikin í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fyrstu 7 stig Kelfavíkur og Keflavíkur hraðlestin fór hratt yfir. Á 5 mín breyttu þær stöðunni úr 39-49 yfir í 39-60 og Skallagrímur hélt þeim engin bönd. Skallagrímur náði að klóra aðeins í laugarbakkan undir lok leikhlutans en staðan fyrir þann síðasta var 52-65.

 

4.leikhluti:

Keflavík voru með forystu allan leikhlutan og virkuðu grimmari. Þær voru með upp í 16 stiga forystu en Skallagrímur náði muninum niður í 10 stig undir lok leiks en Keflavíkur stúlkur voru skynsamar og yfirvegaðar í öllum sínum gjörðum og kláruðu leikinn, 73-87.

Keflavík spilaði glimrandi körfubolta og þar var Brittanny sem spilaði með glimmer í hárinu. Stúlkan endaði með 22 stig-10 fráköst og 11 stoðsendingar. Salbjörg, Thelma og Erna voru einnig mjög flotta í kvöld. Keflavík komnar með 6 sigra í röð og virka heldur betur sterkar. Leiðilegt að sjá samt hana Emelíu meiðast.

Hjá Skallagrím var það Carmen sem endaði með 31 stig og 14 fráköst og Jóhanna var með 18 stig og 10 fráköst. Sést á leik liðsins að nýjir leikmenn eru að koma inn og leikur liðsins á eftir að batna.

 

Myndasafn

 

Umfjöllun / Hafþór Gunnarsson

Myndir / Ómar Örn

 

Viðtöl: