Bandaríski háskólaboltinn

Sólrún Inga þurfti einungis átta leiki að skrá sig í sögubækurnar

05.des.2017  12:04 Oli@karfan.is

Sólrún Inga Gísladóttir hefur heldur betur farið vel af stað fyrir Coastal Georgia í bandaríska háskólaboltanum í vetur. Hún kom til liðs við skólann í sumar og hefur stimplað sig rækilega inn sem lykilleikmann í liðinu.

 

Síðasta mánudagskvöld bætti hún nýtt skólamet þegar hún setti átta þriggja stiga körfur í einum leik. 

 

Það gerði hún í öruggum sigri 69-41 á Voorhees. Hún hitti átta þriggja stiga körfum í ellefu tilraunum og var með 26 stig í heildina. 

 

Sólrún var því ekki lengi að skrá sig í sögubækurnar hjá Coastal Georgia en hún hefur einungis leikið átta leiki þar. Sólrún er með 12 stig að meðaltali í leik og er næst stigahæst í liðinu. 

 

Coastal Georgia og Sólrún Inga verða aftur á ferðinni næsta laugardag þegar liðið mætir Weber.