Franska deildin:

Martin tekur þátt í franska stjörnuleiknum

05.des.2017  08:00 Oli@karfan.is

Martin Hermannsson hefur farið vel af stað fyrir Champagne Chalons-Reims í frönsku úrvalsdeildinni. Leikstjórnandinn hefur stjórnað liðinu vel þrátt fyrir að sigurleikirnir hafi ekki verið mjög margir. 

 

Frammistaða hans hefur þó vakið athygli fleiri en Íslendinga en seint í gær var tilkynnt að hann muni taka þátt í stjörnuleiknum þar í landi. 

 

Hann mun keppa við þrjá aðra í færniáskorun (e. Skills challenge) þar sem keppt er ýmsum þáttum körfuboltans. Fyrirkomulagið er eins og þekkist í stjörnuleik NBA deildarinnar. 

 

Stjörnuleikurinn fer fram 29. desember næstkomandi í París og verður gaman að fylgjast með hvernig okkar maður stendur sig á því sviði.