Dominos deild kvenna:

Lykill: Kristen Denise McCarthy

05.des.2017  20:52 davideldur@karfan.is

 

Lykilleikmaður 11. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Snæfells, Kristen Denise McCarthy. Í sigri á Njarðvík náði Kristen á fáséða fernu. Skoraði 31 stig, 15 fráköst, 10 stoðsendingar og 12 stolna bolta. Í heildina gaf þetta henni 45 framlagsstig.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins, leikmaður Vals, Lexi Peterson og leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford.