Dominos deild karla:

Lykill: Brynjar Þór Björnsson

05.des.2017  21:45 davideldur@karfan.is

 

Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður KR, Brynjar Þór Björnsson. Í sigri meistaranna á toppliði Tindastóls var Brynjar gjörsamlega á eldi. Setti 7 þrista, 33 stig í heildina og bætti við 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree, leikmaður Hauka, Paul A. Jones og leikmaður ÍR, Ryan Taylor.