FIBA:

Ísland stendur í stað á heimslistanum

05.des.2017  13:18 davideldur@karfan.is

 

Karlalið Íslands stendur í stað á nýútgefnum heimslista FIBA. Eftir síðasta lokamót EuroBasket færðist liðið upp um 37 sæti á listanum og í það 47. Liðin sem Ísland er í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins eru á þessum nýja lista á nokkuð ólíkum stað, en Búlgaría er það eina sem er fyrir neðan Ísland, í því 50. Tékkland er nokkuð ofar í 26. sæti listans og Finnland í því 21.

 

Fátt kemur á óvart í efstu sætum listans. Staða fjögurra eftsu liða óbreytt, þar sem að Bandaríkin eru efst, Spánn í öðru, Serbía í því þriðja og Frakkland í fjórða.