Dominos deild kvenna:

Kristen McCarthy með fjórfalda tvennu í fyrsta heimasigri Snæfells

03.des.2017  21:03 davideldur@karfan.is

Snæfell 76 - 62 Njarðvík


Snæfellsstúlkur höfðu ekki fyrir leikinn sótt sigur á heimavelli í 5 leikjum, en á því varð breyting þegar að Snæfell sigruðu Njarðvík 76-62, staðan í hálfleik var 42-30. 


Kristen Denise McCarthy var mögnuð í dag með 35 stig, 15 fráköst, 10 stoðsendingar og 12 stolna bolta. Shalonda Winton var stigahæst hjá Njarðvík með 36 stig og 20 fráköst.


Snæfellsstúlkur mættu einbeittar til leiks og eftir að þær höfðu náð 6-0 tók Hallgrímur þjálfari Njarðvíkur leikhlé, Snæfell svörðu því með 8-0 spretti í viðbót og staðan 14-0 eftir um 4 mínútur. Snæfell leiddu 22-9 eftir fyrsta leikhluta.  Njarðvíkurstúlkur mættu ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og skoruðu 0-8 og minnkuðu svo muninn í 25-22 um miðjan annan leikhluta. Á þessum kafla fóru Njarðvíkurstúlkur hamförum í fráköstum og skoruðu auðveldar körfur. Berglind og Sara Diljá skoruðu þá góðar körfur og Snæfell héldu forystunni og í hálfleik var staðan 42-30.


Snæfell náðu mestri forystu 54-36 um miðjan þriðja leikhluta þar sem Berglind og Rebekka Rán voru að skora fyrir Snæfell, sem leiddu 59-61 eftir þrjá leikhluta. Shalonda ákveðin í fjórða leikhluta og minnkaði muninn nánast ein og sér í 59-49 en nær komust þær ekki, Anna Soffía smellti þriggja stiga gegn svæðisvörn Njarðvíkur og Berglind strax á eftir sem slökktu nánast vonir Njarðvíkur að geta náð Snæfell. Lokatölur 76-62 og fyrsti heimasigur Snæfells í hús.


Njarðvíkur stúlkur mættu hreinlega ekki tilbúnar til leiks og Snæfell komust í 14-0, en það var munurinn á liðunum í lokin.  Baráttan var til staðar hjá báðum liðum og vel tekið á því, dómarar leiksins áttu ekki sinn besta dag en það kom jafnt niður á liðunum.


Njarðvík eru ennþá í leit að sínum fyrsta sigri í Dominosdeild Kvenna en Snæfell sigruðu sinn annan leik í röð og eru með 10 stig einum leik á eftir pakkanum í 3-6 sæti.


Njarðvík fá topplið Vals í heimsókn næsta miðvikudag en Snæfell sækja Stjörnustúlkur heim í Garðabæinn.


Stigaskor Snæfells: Kristen McCarthy 31 stig, 15, fráköst, 10 stoðsendingar og 12 stolna bolta, Berglind Gunnarsdóttir 14 stig og 5 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 9 stig og 6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir 7 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 7 stig, Júlía Scheving Steindórsdóttir 0 stig, Inga Rósa Jónsdóttir 0 stig, Thelma Lind Hinriksdóttir 0 stig.


Stigaskor Njarðvíkur: Shalonda R Winton 36 stig, 20 fráköst og 4 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 10 stig, Ína María Einarsdóttir 4 stig, Hrund Skúladóttir 3 stig og 6 fráköst, Björk Gunnarsdóttir 3 stig og 9 fráköst, María Jónsdóttir 2 stig, Hulda Bergsteinsdóttir 2 stig, Erna Freydís Traustadóttir 2 stig, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0 stig, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0 stig.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn