Dominos deild kvenna:

Nýliðarnir sigruðu Skallagrím í Smáranum

02.des.2017  18:58 davideldur@karfan.is

Breiðablik 84 - 68 Skallagrímur

 

Breiðablik sigraði Skallagrím í 11. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í dag með 84 stigum gegn 68. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum, ásamt Stjörnunni og Haukum, í 3.-6. sæti deildarinnar.

 

Heimastúlkur í Breiðablik byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 3 stigum, 22-19. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo lítið við þá forystu, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja var munurinn 6 stig, 40-34.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins byggði Breiðablik svo upp góða forystu, sigruðu 3. leikhlutann með 12 stigum, 24-12. Voru því með 18 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til þess að sigla 16 stiga sigri í höfn, 84-68.

 

Atkvæðamest fyrir Breiðablik í leiknum vr Ivory Crawford með 37 stig, 11 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta, á meðan að fyrir gestina úr Borgarnesi var það Carmen Tyson Thomas sem dróg vagninn með myndarlegri þrennu, 36 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiks