Dominos deild kvenna:

Lykill: Brittanny Dinkins

02.des.2017  00:37 davideldur@karfan.is

 

Lykilleikmaður 10. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Með sigri á Breiðablik vann liðið sinn fjórða deildarsigur í röð, en í honum skoraði hún 26 stig, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy, leikmaður Vals, Lexi Peterson og leikmaður Stjörnunnar, Bríet Sif Hinriksdóttir.