Myndband: Jordan sá Jón Axel skora 19 stig

02.des.2017  07:42 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

 

Það var ekki ómerkari maður en sjálfur Michael Jordan sem fylgdist með Jóni Axel Guðmundssyni skora 19 stig, taka 6 fráköst og senda 6 stoðsendingar í nótt þegar Davidson spiluðu gegn UNC Tar Heels í háskólaboltanum.  Ekki fór sem skildi hjá þeim Davidson mönnum því þeir þurftu að játa sig sigraða gegn sterku liði UNC, 85:75.  Spilað var að þessu sinni í Spectrum Center sem er einmitt heimavöllur liðs Charlotte Hornets sem að sjálfur Jordan er eigandi að. 

 

Það var Luke Maye sem að stjarna kvöldsins með 24 stig og tók 17 fráköst fyrir UNC en hjá Davidson var Peyton Aldrige með 22 stig.