Leikir dagsins:

Fimmti sigurleikur Keflavíkur í röð

02.des.2017  18:04 davideldur@karfan.is

Valur hélt í toppsætið

 

Þrír leikir fóru fram í 11. umferð Dominos deildar kvenna í dag. Í Keflavík sigruðu heimastúlkur Stjörnuna, nýliðar Breiðabliks unnu Skallagrím í Smáranum og að Hlíðarenda sigraði Valur lið Hauka. Valur því enn á toppi deildarinnar, en einum sigurleik fyrir aftan þær eru Keflavík.

 

Þá fór einn leikur fram í 1. deild kvenna. Þar sigraði Þór Akureyri lið Ármanns í Kennaraháskólanum.

 

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

 

Úrslit dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Valur 78 - 68 Haukar 

Breiðablik 84 - 68 Skallagrímur

Keflavík 97 - 76 Stjarnan 

 

 

1. deild kvenna:


Ármann 57 - 74 Þór Akureyri