Gamla fréttin

Valur stóð við stóru orðin

01.des.2017  08:35 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

 

Það er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl nú þegar aðventan er handan við hornið og á komandi mánuðum ætlum við hjá Karfan.is að líta tilbaka og hafa nýjan lið sem við köllum því klassíska nafni "Gamla fréttin" Í þetta skiptið er það frétt úr Víkurfréttum frá árinu 1987. 

 

Þetta var á vormánuðum og Njarðvikingar höfðu nýlega slegið út granna sína úr Keflavík í bikarkeppninni, og það nokkuð sannfærandi.  17 stiga sigur eftir að í hálfleik hafði aðeins 2 stig skilið liðin.  Líkt og í dag var Njarðvíkingur að stýra liði Keflavíkur en Gunnar Þorvarðason ( faðir Loga Gunnars) stóð þar vaktina og sagði eftir leik að ýmisir erfiðleikar hafi plagað hans lið.  Gylfi Þorkelsson var stigahæstur Keflvíkinga með 14 stig en hjá Njarðvíkingum var Valur Ingimundarson með 19 stig.  

 

Valur lét svo stór orð falla eftir leik þegar hann sagði í viðtali að lið hans ætlaði sér að vinna tvöfalt þetta árið.  Valur stóð við stóru orðin.  Njarðvíkingar sigruðu íslandsmótið eftir rimmu gegn Valsmönnum og að lokum sigruðu svo bikarkeppnina eftir úrslitaleik, aftur gegn Valsmönnum. 

 

Sjá fréttina hér að neðan: