Íslendingaslagur í háskólaboltanum

25.nóv.2017  09:21 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Kristinn og Þórir mættust

 

Í nótt fór fram afar sérstakur leikur í háskólaboltanum en þá mættust þeir Kristinn Pálsson, Njarðvíkingur og Þórir Þorbjarnarson úr KR en báðir spila þeir í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.  Svo fór að lið Þórirs, Nebraska sigraði  Marist þar sem að Kristinn spilar.   Svo fór að Nebraska hafði stór sigur í leiknum 84:59.  Kristinn spilaði 17 mínútur fyrir Marist og skoraði 3 stig en Þórir setti 2 stig á þeim tveimur mínútum sem honum var úthlutað. 

 

Meðfylgjandi mynd tók Pálína Gunnarsdóttir móðir Kristins í nótt þegar þeir félagar hittust.