United League:

Hörður Axel með góðan leik gegn Parma

05.nóv.2017  17:30 Oli@karfan.is

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Astana léku í United League fyrr í dag þar sem íslendingurinn átti mjög fínan leik. Hörður var í byrjunarliðinu gegn rússneska liðinu og spilaði nærri 24 mínútur. 

 

Hann var með 10 stig, fjórar stoðsendingar í leiknum og stjórnað sóknarleiknum vel. Astana vann leikinn 90-84 en þetta var fyrsti sigur leikur liðsins frá Kasaksthan í keppninni. 

 

Astana mætir Kalev í næstu umferð United League sem er deild skipuð bestu liðum í nokkum löndum í Austur-Evrópu og Asíu. Helstu tilþrif leiksins má finna hér að neðan: