Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Snæfell

Ævintýraleg endurkoma Snæfells gegn Breiðablik

01.nóv.2017  22:50 Oli@karfan.is

Berglind og Kristen óstöðvandi

Breiðablik tók á móti Snæfell í sjöundu umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Breiðablik hafði unnið tvo leiki í röð á undan þessum og var á miklu flugi. Snæfell hafði hinsvegar lent í nokkrum skakkaföllum og unnið eingöngu einn af síðustu fjórum leikjum.

 

Snæfell var með yfirhöndina framan af leik en staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta. Mikið var skorað í upphafi leiks en það hægðist á liðunum í öðrum leikhluta. Rétt fyrir hálfleik náði Breiðablik góðu áhlaupi og náðu forystunni. Staðan í hálfleik 47-37 fyrir Breiðablik.

 

Þriðji leikhluti var algjörlega í eign Breiðabliks sem komst mest í 18 stiga forystu 69-51 um miðjan fjórðunginn. Allt leit út fyrir sigur Breiðabliks framan af fjórða leikhluta en tíu stiga mundur var þegar fimm mínútur voru eftir 82-72. Síðustu fimm mínúturnar unnu Snæfell svo 17-3 og sótti liðið þar með ótrúlegan endurkomu sigur. 

 

Þær Kristen McCarthy og Berglind Gunnarsdóttir voru einu leikmenn Snæfells með stig í þessari endurkomu og má því bókstaflega segja að þær hafi sótt sigurinn. Saman voru þær með 75 stig af þeim 89 stigum sem Snæfell setti í leiknum. Hjá Breiðablik var Ivory Crawford með 29 stig og 12 fráköst en þá var Ísabella Ósk með 14 stig og 14 fráköst í leiknum. 

 

Þar með er fyrstu umferð Dominos deildar kvenna lokið en mikið hefur verið um óvænt úrslit. Deildin fer nú í 22. daga landsleikjahlé en næsta umferð fer fram 22. nóvember næstkomandi. 

 

Breiđablik-Snæfell 85-89 (24-24, 23-13, 24-19, 14-33)

 

Breiđablik: Ivory Crawford 29/12 fráköst/6 stođsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 15/6 stođsendingar, Isabella Ósk Sigurđardóttir 14/14 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 9, Auđur Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 7/4 fráköst, Eyrún Ósk Alfređsdóttir 2, Kristín Rós Sigurđardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0. 


Snæfell: Kristen Denise McCarthy 41/17 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 34, Andrea Bjort Olafsdottir 4/5 stođsendingar, Sara Diljá Sigurđardóttir 4/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3/6 fráköst/7 stođsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Thelma Hinriksdóttir 0, Inga Rósa Jónsdóttir 0. 

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bjarni Antonsson)