Haukur og Martin á ferðinni í kvöld

28.okt.2017  06:00 nonni@karfan.is

Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson verða á ferðinni í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Báðir leika þeir kumpánar á útivelli en Martin og Chalons-Reims mæta Asvel sem er í 7. sæti deildarinnar með 4 sigra og 2 tapleiki rétt eins og Chalons-Reims sem þó vermir 5. sætið.


Haukur Helgi og félagar í Cholet mæta Le Mans á útivelli og það veðrur brekka því Cholet er í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 1 sigur og 5 tapleiki á meðan Le Mans hafa unnið alla sex deildarleiki sína til þessa.


Mynd/ Facebook-síða Chalons Reims/ David Billy