Maltbikarinn 2018

Njarðvík mætir Grindavík í 16 liða úrslitum Maltbikarsins

17.okt.2017  13:15 hordur@karfan.is

Grindavík og Keflavík mætast í bikarkeppni kvenna

Dregið var í Maltbikarnum í dag í höfuðstöðvum KKÍ fyrir skömmu. 16 lið eru eftir í bikarkeppni karla og 13 lið í kvenna. Úrvalsdeildarliðin Njarðvík og Grindavík mætast í 16 liða úrslitum karla og úrvalsdeildarliðin Valur og Tindastóll einnig.

 

Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum karla eru:
Njarðvík - Grindavík
Valur - Tindastóll
Keflavík - Fjölnir
ÍR - Snæfell
Þór Ak - Höttur
KR - Vestri
Njarðvík b/Skallagrímur - Haukar
KR b - Breiðablik

 

Liðin sem mætast í 13 liða úrslitum kvenna eru:
Þór Ak - Snæfell
Fjölnir - Skallagrímur
Breiðablik - Haukar
Grindavík - Keflavík
Njarðvík - Stjarnan

ÍR, Valur og KR sitja hjá.

 

Leikið verður 4-6. nóvember nk.